|
Úff!!! Ég vaknaði og leit í spegilinn í morgun. Þegar ég kvekti ljósið brá mér heldur betur! Ég lít út eins og froskur!!!! Augnlokin eru svo bólgin að þau slúta næstum yfir augun. Mér líður eins og ég sé sífellt rosalega brúnaþung. Ég er að reyna að ákveða mig hvort ég eigi að fara á læknavaktina eða ekki. Líklega batnar þetta bara að sjálfu sér. En nóg um fagurt útlit mitt í dag. Á eftir ætla ég að fara og stilla mér upp með róttæku fólki fyrir framan bandaríska sendiráðið og mótmæla stríði. En fyrst þarf ég að lesa jarðfræði. Solong!!!
skrifað af Runa Vala
kl: 12:47
|
|
|